top of page

+354 454 1000

+354 8350223

Mán – Fös 8:00–18:00

Skipti a brotnum glóðarkertum

Sérhæfð þjónusta fyrir bílinn þinn

Skipti á brotnum glóðarkertum

Sérhæfð aðferð til að fjarlægja brotin eða fastsett glóðarkerti og setja ný í staðinn án þess að taka hausinn af vélinni.

Hvenær þarftu hjálp með glóðarkerti?

Bilun í glóðarkertum byrjar oft smátt en getur endað með brotnu eða fastsettu kerti í hausnum. Nokkur algeng merki:

Vélin er þung í gang þegar hún er köld.

Bíllinn fer í „limp mode“ eða missir afl í köldu veðri.

Hvítur eða blár reykur við gangsetningu.

Glóðarkerta-vísir logar eða blikkar á mælaborði.

Ójafn gangur fyrstu mínúturnar eftir gangsetningu.

Villukóði tengdur glóðarkertum eða glóðarkertastýringu kemur upp í tölvugreiningu.

Sérhæfð aðferð við skipti á brotnum glóðarkertum

Við notum sérhæfð verkfæri sem gera okkur kleift að komast að hverju glóðarkerti, jafnvel brotnu eða fastsettu, og losa það í stýrðum skrefum. Þannig getum við unnið nákvæmlega í kringum kerti og þráðana í hausnum í stað þess að þrýsta eða snúa af krafti.

Þjónusta á glóðarkertum mynd

Hvað gerir aðferðina okkar svona hagkvæma og örugga?

Minni hætta á frekari skemmdum

Sérhæfð verkfæri minnka líkur á skemmdum á hausnum og þráðum í kringum glóðarkertið.

Sparnaður

í kostnaði

Með því að forðast stórar skemmdir og óþarfa vinnu minnkum við líkur á mjög dýrum viðgerðum seinna.

Styttri

viðgerðartími

Oft er ekki þörf á að taka vélina upp eða rífa hana í sundur, sem flýtir fyrir allri viðgerðinni.

+354 454 1000

Grunar þig að vandamál sé með glóðarkertin?

Hafðu samband og lýstu erfiðri gangsetningu, reyk eða villuljósi á mælaborði í stuttu máli. Við svörum eins fljótt og auðið er og finnum næsta skref sem hentar þér og bílnum þínum.

TEGUND BÍLS
Þjónusta á glóðarkertum mynd
bottom of page