top of page

+354 454 1000

+354 8350223

Mán – Fös 8:00–18:00

Losun fastsettra legna

Sérhæfð þjónusta fyrir bílinn þinn

Losun fastsettra legna og silent-blokka

Með sérhæfðum verkfærum frá Svíþjóð þannig að við þurfum ekki að rífa hálfan bíl í sundur.

Hvenær þarftu losun á legum og silent-blokkum?

Ef legur eða silent-blokkar eru farnir að gefa sig finnurðu það oft í aksturshegðun bílsins. Nokkur algeng merki:

Hávaði eða suð í hjóli sem eykst með hraða.

Bíllinn dregst til hliðar eða verður óstöðugur í beygjum.

Bank eða smellur þegar þú keyrir yfir holur eða hraðahindranir.

Laus stýring eða óþægileg titringur í stýri.

Ójafnt slitnar dekk þrátt fyrir rétta loftþrýstingu.

Losun legna með þrýstingi ekki með hamri

Við notum sérhæfð verkfæri frá Svíþjóð til að þrýsta legum út í stað þess að slá þær út með hamri. Hér sérðu dæmi beint úr verkstæðinu okkar.

Af hverju skipta sænsku verkfærin máli?

Enginn hamar, engar aukaskemmdir

Við notum þrýstibúnað í stað hamars, svo bíllinn þinn verður ekki fyrir þeim aukaskemmdum sem geta fylgt því að „slá” legur út

Skynsamlegri

heildarkostnaður

Minni hætta á skemmdum á öðrum fjöðrunarhlutum þýðir oft lægri varahlutakostnað og skynsamlegri viðgerð.

Hraðari og

öruggari viðgerð

Sænsku sérverkfærin losa jafnvel illa fastar legur, oft hraðar og með meiri nákvæmni en hefðbundnar aðferðir.

+354 454 1000

Viltu láta athuga legur eða silent-blokka?

Hafðu samband og lýstu hávaða eða einkennum í stuttu máli. Við svörum eins fljótt og auðið er og finnum lausn sem hentar þér og bílnum þínum.

TEGUND BÍLS
Innanrými verkstæðisins
Innanrými verkstæðisins
bottom of page